Ragnheiður og Páll takast á um Ríkisútvarpið Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2019 13:12 Páll telur að Ragnheiður eigi að víkja en hún segir dótturfélög stofnunarinnar auka umfang hennar á samkeppnismarkaði. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og stjórnarmaður í ríkisstofnuninni Ríkisútvarpið ohf., er ósátt við gagnrýni Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins á stjórnina. Hún telur að stofnun dótturfélaga Ríkisútvarpsins hljóti að auka fyrirferð stofnunarinnar á samkeppnismarkaði. Páll hefur gagnrýnt stjórn stofnunarinnar harðlega að undanförnu og talið vert að hún segi af sér, ef ekki að eigin frumkvæði þá væri réttast að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, og handhafi eina hlutabréfsins í stofnunninni, beitti sér fyrir því að svo verði. Ragnheiður hefur tekið málið upp á Facebooksíðu sinni og ljóst að henni líkar gagnrýni Páls illa. „Þau eru mörg íhugunarefnin þessa dagana, það er til dæmis íhugunarefni hvort það er þess virði að vera skráður félagi í pólitískum flokki.“ Augljós túlkun á þessum orðum er gremja vegna þessarar gagnrýni Páls samflokksmanns hennar og jafnvel að hún í hugi úrsögn úr flokknum undir rós vegna þess arna. Gagnrýni Páls á stofnunina hefur einkum verið tvíþætt. Hann hefur gagnrýnt það að stjórn vilji pukrast með umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Í gær sendi úrskurðarnefnd upplýsingamála frá sér þá úrskurð vegna kæru að stjórninni væri þetta heimilt, þó tekið sé fram að ekkert sé að því að hún birti þessar upplýsingar. Þá vísar Páll til niðurstöðu stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar sem segir Ríkisútvarpið ohf. hafa brotið lög nú um lengri tíma með því að stofna ekki dótturfélög um samkeppnisrekstur sinn eins og skýrt er kveðið á um í lögum. Páll harður á að stjórn beri að víkja Ragnheiður vísar til ræðu Páls þar um á þinginu í vikunni. „Þessi umræða þingmannsins er í það minnsta frekar döpur og að hann sem formaður Allsherjarnefndar opinberi með þessum hætti vankunnáttu sína er kannski spurning um hæfi þingmannsins. Stjórn Ríkisútvarpsins fær umboð sitt frá Alþingi, því er það svo að aðeins Alþingi getur afturkallað þetta umboð, svo einfalt er það háttvirtur þingmaður.“ Það gustar um Ríkisútvarpið þessi dægrin.Vísir/Vilhelm Páll svara Ragnheiði á hennar vettvangi og segist gera sér fulla grein fyrir því að undanfari þess að kjósa stjórnarmenn á hluthafafundi er kosning þeirra á Alþingi. „Það þarf ekkert að deila um formið á því, en eðlilegt að beina því til menntamálaráðherra að taka frumkvæði í málinu ef stjórnin gerir það ekki sjálf.“ Efnisatriði máls, að sögn Páls, eru hins vegar þau að stjórn beri ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og að farið sé að lögum um stofnunina. hann segir þar um ótvíræða lagaskyldu að ræða sem brotin hafi verið nú um tveggja ára skeið. „Þess vegna tel ég að stjórnin eigi að víkja. Stórundarlegar yfirlýsingar stjórnar RÚV í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðanda - og allur vandræðagangurinn og augljós vanhæfnin í kringum ráðningu á nýjum útvarpsstjóra - hafa orðið til þess að styrkja mig enn frekar í þeirri skoðun.“ Segir dótturfélög auka fyrirferð á samkeppnismarkaði Ragnheiður svarar Páli og segist deila skoðunum hans að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Hún segir það koma sér á óvart að Páll, sem fyrrverandi útvarpsstjóra og núverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins skuli nú svo umhugað um lög, því að í hans tíð sem útvarpsstjóra var ekki að finna aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar í ársreikningum RUV sem bar að gera, nokkuð sem Ragnheiður segir í skýrslu Ríkisendurskoðanda. Hún segir stjórnina hafa unnið í nánu samstarfi og notið ráðuneytisins í því að stofna dótturfyrirtæki um samkeppnisrekstur. „Það kemur mér hins vegar mjög á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli halda á lofti stofnun dótturfyrirtækja RUV því slíkt getur haft í för með sér útþenslu RUV í samkeppnisrekstri og væri nær að ganga að „fílnum í stofunni“ sem er vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.“ Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV Ríkisendurskoðandi segir að sú lagaskylda hafi hvílt á Ríkisútvarpinu að stofna sérstakt dótturfélag um samkeppnisrekstur. Um það hafi ekki verið nein óvissa. Stofnunin hafi því brotið lög frá því í byrjun síðasta árs með því að uppfylla ekki þessa skyldu sína. 25. nóvember 2019 06:15 Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag. 3. desember 2019 14:26 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og stjórnarmaður í ríkisstofnuninni Ríkisútvarpið ohf., er ósátt við gagnrýni Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins á stjórnina. Hún telur að stofnun dótturfélaga Ríkisútvarpsins hljóti að auka fyrirferð stofnunarinnar á samkeppnismarkaði. Páll hefur gagnrýnt stjórn stofnunarinnar harðlega að undanförnu og talið vert að hún segi af sér, ef ekki að eigin frumkvæði þá væri réttast að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, og handhafi eina hlutabréfsins í stofnunninni, beitti sér fyrir því að svo verði. Ragnheiður hefur tekið málið upp á Facebooksíðu sinni og ljóst að henni líkar gagnrýni Páls illa. „Þau eru mörg íhugunarefnin þessa dagana, það er til dæmis íhugunarefni hvort það er þess virði að vera skráður félagi í pólitískum flokki.“ Augljós túlkun á þessum orðum er gremja vegna þessarar gagnrýni Páls samflokksmanns hennar og jafnvel að hún í hugi úrsögn úr flokknum undir rós vegna þess arna. Gagnrýni Páls á stofnunina hefur einkum verið tvíþætt. Hann hefur gagnrýnt það að stjórn vilji pukrast með umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Í gær sendi úrskurðarnefnd upplýsingamála frá sér þá úrskurð vegna kæru að stjórninni væri þetta heimilt, þó tekið sé fram að ekkert sé að því að hún birti þessar upplýsingar. Þá vísar Páll til niðurstöðu stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar sem segir Ríkisútvarpið ohf. hafa brotið lög nú um lengri tíma með því að stofna ekki dótturfélög um samkeppnisrekstur sinn eins og skýrt er kveðið á um í lögum. Páll harður á að stjórn beri að víkja Ragnheiður vísar til ræðu Páls þar um á þinginu í vikunni. „Þessi umræða þingmannsins er í það minnsta frekar döpur og að hann sem formaður Allsherjarnefndar opinberi með þessum hætti vankunnáttu sína er kannski spurning um hæfi þingmannsins. Stjórn Ríkisútvarpsins fær umboð sitt frá Alþingi, því er það svo að aðeins Alþingi getur afturkallað þetta umboð, svo einfalt er það háttvirtur þingmaður.“ Það gustar um Ríkisútvarpið þessi dægrin.Vísir/Vilhelm Páll svara Ragnheiði á hennar vettvangi og segist gera sér fulla grein fyrir því að undanfari þess að kjósa stjórnarmenn á hluthafafundi er kosning þeirra á Alþingi. „Það þarf ekkert að deila um formið á því, en eðlilegt að beina því til menntamálaráðherra að taka frumkvæði í málinu ef stjórnin gerir það ekki sjálf.“ Efnisatriði máls, að sögn Páls, eru hins vegar þau að stjórn beri ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og að farið sé að lögum um stofnunina. hann segir þar um ótvíræða lagaskyldu að ræða sem brotin hafi verið nú um tveggja ára skeið. „Þess vegna tel ég að stjórnin eigi að víkja. Stórundarlegar yfirlýsingar stjórnar RÚV í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðanda - og allur vandræðagangurinn og augljós vanhæfnin í kringum ráðningu á nýjum útvarpsstjóra - hafa orðið til þess að styrkja mig enn frekar í þeirri skoðun.“ Segir dótturfélög auka fyrirferð á samkeppnismarkaði Ragnheiður svarar Páli og segist deila skoðunum hans að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Hún segir það koma sér á óvart að Páll, sem fyrrverandi útvarpsstjóra og núverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins skuli nú svo umhugað um lög, því að í hans tíð sem útvarpsstjóra var ekki að finna aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar í ársreikningum RUV sem bar að gera, nokkuð sem Ragnheiður segir í skýrslu Ríkisendurskoðanda. Hún segir stjórnina hafa unnið í nánu samstarfi og notið ráðuneytisins í því að stofna dótturfyrirtæki um samkeppnisrekstur. „Það kemur mér hins vegar mjög á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli halda á lofti stofnun dótturfyrirtækja RUV því slíkt getur haft í för með sér útþenslu RUV í samkeppnisrekstri og væri nær að ganga að „fílnum í stofunni“ sem er vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.“
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV Ríkisendurskoðandi segir að sú lagaskylda hafi hvílt á Ríkisútvarpinu að stofna sérstakt dótturfélag um samkeppnisrekstur. Um það hafi ekki verið nein óvissa. Stofnunin hafi því brotið lög frá því í byrjun síðasta árs með því að uppfylla ekki þessa skyldu sína. 25. nóvember 2019 06:15 Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag. 3. desember 2019 14:26 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV Ríkisendurskoðandi segir að sú lagaskylda hafi hvílt á Ríkisútvarpinu að stofna sérstakt dótturfélag um samkeppnisrekstur. Um það hafi ekki verið nein óvissa. Stofnunin hafi því brotið lög frá því í byrjun síðasta árs með því að uppfylla ekki þessa skyldu sína. 25. nóvember 2019 06:15
Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag. 3. desember 2019 14:26
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15