Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisendurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir aldrei hafa ríkt óvissu um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, sagði við Fréttablaðið að óvissa hefði ríkt um stofnun dótturfélags vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Kári. Skúli Eggert segir að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018,“ segir Skúli Eggert. „Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“ Skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september síðastliðnum og komu síðustu athugasemdir frá RÚV í lok október. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir aldrei hafa ríkt óvissu um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, sagði við Fréttablaðið að óvissa hefði ríkt um stofnun dótturfélags vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Kári. Skúli Eggert segir að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018,“ segir Skúli Eggert. „Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“ Skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september síðastliðnum og komu síðustu athugasemdir frá RÚV í lok október.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28