Innlent

Heil­brigðis­ráð­herra segir það lýð­heilsu­mál að seinka klukkunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Heilbrigðisráðherra segir það eindregna skoðun sína að seinka eigi klukkunni á Íslandi enda sé um stórt lýðheilsumál að ræða. Málið hefur endanlega verið afgreitt af heilbrigðisráðuneytinu og er nú í höndum forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref.

Umræðan um að seinka klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og hefur verið hávær síðustu ár. Fyrir ári síðan ákvað ríkisstjórnin að fara lengra með málið með því að gefa almenningi færi á að tjá sig um það í samráðsgáttinni.

Hætt var að taka á móti umsögnum þar í lok mars. Þegar því var lokið þóttu nokkrar spurningar standa út af. Forsætisráðuneytið ákvað því að leita til heilbrigðisráðuneytisins með að svara þeim.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú sé búið að svara þessum spurningum og málið sé því aftur komið til forsætisráðherra. Það er því í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref.

Svandís segist á þeirri skoðun að seinka eigi klukkunni.

„Það er eindregið mín skoðun. Ég var eiginlega á báðum áttum sko lengst af og hafði ekki sett mig inn í málin en eftir að hafa kynnt mér lýðheilsurökin og rök þeirra sem að best þekkja til varðandi áhrif dagsbirtu á heilsu. Mikilvægi reglulegs svefns og svo framvegis þá er ég alveg sannfærð um það að þetta er stórt lýðheilsumál,” segir Svandís.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.