Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 10:04 Vísir/AFP Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira