Innlent

Lagt til að Goða­foss verði frið­lýstur

Atli Ísleifsson skrifar
Goðafoss er í Skjálfandafljóti í Bárðardal í Þingeyjarsveit.
Goðafoss er í Skjálfandafljóti í Bárðardal í Þingeyjarsveit. vísir/vilhelm

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit sem náttúruvættis.

Á vef Umhverfisstofnunar segir að tillagan sé unnin af samstarfshópi sem í eigi sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, landeigenda jarðanna Hriflu, Ljósavatns og Rauðár og Minjastofnunar.

Goðafoss er í Skjálfandafljóti í Bárðardal í Þingeyjarsveit, er einn af vatnsmestu fossum landsins. Fossinn er vinsæll áfangastaður Íslendinga og erlendra ferðamanna á veg um landið. Greinist hann í tvo meginfossa og nokkra smærri – er fossinn níu til sautján metra hár og þrjátíu metra breiður.

„Landið við vesturbakka Goðafoss heitir Hrútey og afmarkast hún af Hrúteyjarkvísl sem greinist frá Skjálfandafljóti ofan við Goðafoss en sameinast fljótinu aftur alllangt neðar.

Þjóðsaga segir að Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði hafi varpað goðalíkneskjum sínum í fossinn í kjölfar þess að honum hafi verið falið það hlutverk að ná lögsáttum milli heiðinna manna og kristinna og hann tekið upp nýjan sið. Af þessu á Goðafoss að hafa dregið nafn sitt,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna er til og með 9. mars 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.