Lífið í Katar ólíkt því sem Aron Einar og Kristbjörg höfðu vanist Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 10:24 Kristbjörg og Aron búa nú í Katar eftir áralanga búsetu í Bretlandi. Vísir/EgillA Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm Íslendingar erlendis Katar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm
Íslendingar erlendis Katar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira