Vill að hætt verði að halda villt spendýr í Húsdýragarðinum Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 13:38 Hildur Björnsdóttir segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31