Innlent

Strætó ekur Hverfis­götu á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Frá framkvæmdum við Hverfisgötu fyrr á árinu.
Frá framkvæmdum við Hverfisgötu fyrr á árinu. Reykjavíkurborg
Strætó mun aka um Hverfisgötu á nýjan leik í dag en hliðra þurfti fjölmörgum leiðum til vegna framkvæmdanna í götunni síðustu mánuðina.Miklar tafir urðu á framkvæmdunum neðarlega á Hverfisgötunni eins og mikið hefur verið fjallað um. Opnað var aftur fyrir um umferð um miðjan síðasta mánuð, en Strætó hóf þó ekki akstur upp og niður götuna aftur fyrr en í morgun.Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14 muni nú hætta að aka um Sæbraut og hafi akstur þeirra færst yfir á Hverfisgötu. Leið 3 haldi áfram akstri um Sæbraut.Þá segir að næturleiðirnar muni aka á ný um Hverfisgötu aðfaranótt laugardagsins 14. desember.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.