Innlent

Strætó ekur aftur um Hverfisgötu eftir að næstu framkvæmdum lýkur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá framkvæmdum á Hverfisgötu í haust.
Frá framkvæmdum á Hverfisgötu í haust. Vísir/vilhelm
Áætlað er að Stætó muni aka um Hverfisgötu á nýjan leik sunnudaginn 8. desember. Í næstu viku verður litlum hluta Hverfisgötu lokað vegna viðgerðar á steinlögn við Vatnsstíg. Því var ákveðið að hefja ekki akstur um götuna fyrr en þeirri viðgerð er lokið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.

Ekki er um sama hluta Hverfisgötu að ræða og var undirlagt framkvæmdum í tæpa sex mánuði. Þær framkvæmdir, sem gagnrýndar voru harðlega af nokkrum rekstraraðilum á svæðinu, urðu til þess að götunni var lokað frá maí og þangað til í nóvember.

Þegar þessar fyrri framkvæmdir hófust í maí hættu leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14 að aka um Hverfisgötu og var beint um Sæbraut í staðinn. Akstur þessara leiða færist þannig aftur yfir á Hverfisgötu þann 8. Desember næstkomandi. Leið 3 heldur hins vegar áfram akstri um Sæbraut.

Næturleiðirnar munu aka á ný um Hverfisgötu aðfaranótt laugardagsins 14. desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×