Innlent

Eitt versta veðrið fram­undan í vikunni

Eiður Þór Árnason skrifar
Gular viðvaranir verða víða í gildi klukkan 15 á þriðjudag.
Gular viðvaranir verða víða í gildi klukkan 15 á þriðjudag. Skjáskot

Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Á þriðjudag er útlit fyrir norðanstorm eða norðanrok á vestanverðu landinu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðvestantil. Er því spáð að vindur geti sumsstaðar náð 23 til 32 metrum á sekúndu. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og engu ferðaveðri þar sem viðvaranir verða í gildi.

Veðurstofan varar jafnframt við því að þar megi búast við tjónum eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.

Á miðvikudag má reikna með norðanhvassviðri eða norðanstormi með snjókomu eða éljagangi.

Síðdegis á þriðjudag og fram á miðvikudag má búast við stormi eða roki á höfuðborgarsvæðinu sem nái 20 til 28 metrum á sekúndu. Þá er varað við hugsanlegum samgöngutruflunum og hættu á foktjóni.

Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.