Elliði vill finna nýtt orð í stað afneitunarsinna Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 12:03 Elliði Vignisson lætur orðið afneitunarsinni fara mjög í taugarnar á sér og kallar eftir orði sem opnar umræðuna en lokar henni ekki. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“ Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“
Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira