Elliði vill finna nýtt orð í stað afneitunarsinna Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 12:03 Elliði Vignisson lætur orðið afneitunarsinni fara mjög í taugarnar á sér og kallar eftir orði sem opnar umræðuna en lokar henni ekki. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“ Loftslagsmál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“
Loftslagsmál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði