Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Málþing um sáttamiðlun verður haldið í dag Vísir/getty „Við erum að fá hingað þennan frábæra sérfræðing frá Skotlandi sem er framkvæmdastjóri Scottish Mediation og hann ætlar að segja okkur hvernig Skotar hafa verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur og stjórnarmaður Sáttar. Í dag klukkan 15 verður haldið málþing um sáttamiðlun í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem Graham Boyack mun flytja erindi um innleiðingu sáttamiðlunar í Skotlandi. Sátt, félag um sáttamiðlun heldur málþingið og segir Dagný sáttamiðlun vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Sáttamiðlun er það kallað þegar hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir ferli þar sem markmiðið er að hjálpa málsaðilum að ná samkomulagi,“ segir Dagný. „Þetta ferli má nota í hinum ýmsu málum, til dæmis við nágrannaerjur, í viðskiptum og í rauninni á þetta heima alls staðar þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún við. Dagný segir mun ódýrara að útkljá ýmis mál með sáttamiðlun en í dómskerfinu. „Þetta kostar okkur miklu minna ef talið er beint í beinum peningum og líka ef við lítum á tíma,“ segir hún. „Svona getum við leyst flókin mál með nokkrum fundum sem taka í mesta lagi nokkrar vikur á móti mörgum mánuðum eða jafnvel árum í dómskerfinu,“ segir hún.Dagný Rut HaraldsdóttirÁrið 2013 var sett í barnalög skyldubundin sáttameðferð við skilnað eða sambúðarslit tveggja aðila sem eiga saman barn. „Með því að setja þetta inn í barnalögin hefur þekkingin og reynslan á sáttamiðlun aukist. Við sjáum að miklu færri mál eru að fara fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslumanni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom 351 slíkt mál á borð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór 261 þeirra í sáttamiðlun. „Þetta hefur gefið góða raun og í rauninni ætti það að vera þannig að ef upp kemur deila þá sé sáttamiðlun fyrsta skrefið sem er reynt en ekki dómskerfið,“ segir Dagný. Hún segir sáttamiðlun eiga við í hinum ýmsu málum, bæði einkamálum og sakamálum. „Íslendingar eru bara alltaf svolítið seinir til, og ef við horfum á löndin í kringum okkur þá er þetta úrræði notað mun meira þar en hér. Á málþinginu munum við heyra hvernig þetta gengur til í Skotlandi en ætla má að Skotar séu um tíu árum á undan okkur í þessu,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekur undir orð Dagnýjar og segir að hægt væri að notast við sáttamiðlun í mun meiri mæli en gert er. „Þetta er mjög gott úrræði og það er sorglegt hvað það er lítið notað. Ég held að þetta gæti verið stórgott úrræði í ýmsum sakamálum,“ segir Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Við erum að fá hingað þennan frábæra sérfræðing frá Skotlandi sem er framkvæmdastjóri Scottish Mediation og hann ætlar að segja okkur hvernig Skotar hafa verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur og stjórnarmaður Sáttar. Í dag klukkan 15 verður haldið málþing um sáttamiðlun í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem Graham Boyack mun flytja erindi um innleiðingu sáttamiðlunar í Skotlandi. Sátt, félag um sáttamiðlun heldur málþingið og segir Dagný sáttamiðlun vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Sáttamiðlun er það kallað þegar hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir ferli þar sem markmiðið er að hjálpa málsaðilum að ná samkomulagi,“ segir Dagný. „Þetta ferli má nota í hinum ýmsu málum, til dæmis við nágrannaerjur, í viðskiptum og í rauninni á þetta heima alls staðar þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún við. Dagný segir mun ódýrara að útkljá ýmis mál með sáttamiðlun en í dómskerfinu. „Þetta kostar okkur miklu minna ef talið er beint í beinum peningum og líka ef við lítum á tíma,“ segir hún. „Svona getum við leyst flókin mál með nokkrum fundum sem taka í mesta lagi nokkrar vikur á móti mörgum mánuðum eða jafnvel árum í dómskerfinu,“ segir hún.Dagný Rut HaraldsdóttirÁrið 2013 var sett í barnalög skyldubundin sáttameðferð við skilnað eða sambúðarslit tveggja aðila sem eiga saman barn. „Með því að setja þetta inn í barnalögin hefur þekkingin og reynslan á sáttamiðlun aukist. Við sjáum að miklu færri mál eru að fara fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslumanni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom 351 slíkt mál á borð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór 261 þeirra í sáttamiðlun. „Þetta hefur gefið góða raun og í rauninni ætti það að vera þannig að ef upp kemur deila þá sé sáttamiðlun fyrsta skrefið sem er reynt en ekki dómskerfið,“ segir Dagný. Hún segir sáttamiðlun eiga við í hinum ýmsu málum, bæði einkamálum og sakamálum. „Íslendingar eru bara alltaf svolítið seinir til, og ef við horfum á löndin í kringum okkur þá er þetta úrræði notað mun meira þar en hér. Á málþinginu munum við heyra hvernig þetta gengur til í Skotlandi en ætla má að Skotar séu um tíu árum á undan okkur í þessu,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekur undir orð Dagnýjar og segir að hægt væri að notast við sáttamiðlun í mun meiri mæli en gert er. „Þetta er mjög gott úrræði og það er sorglegt hvað það er lítið notað. Ég held að þetta gæti verið stórgott úrræði í ýmsum sakamálum,“ segir Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent