Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2019 14:14 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira