Innlent

Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð upp úr klukkan tvö í dag.
Slysið varð upp úr klukkan tvö í dag. Vísir/Vilhelm

Ekið var á hjólreiðamann á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri upp úr klukkan tvö í dag. Var hjólreiðamaðurinn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að ekki sé vitað meira um ástand hins slasaða.

Einhver röskun gæti orðið á umferð í nágrenni vettvangs þar sem unnið er að frekari rannsókn málsins og eru vegfarendur beðnir að taka tillit til þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.