Innlent

Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð upp úr klukkan tvö í dag.
Slysið varð upp úr klukkan tvö í dag. Vísir/Vilhelm
Ekið var á hjólreiðamann á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri upp úr klukkan tvö í dag. Var hjólreiðamaðurinn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að ekki sé vitað meira um ástand hins slasaða.Einhver röskun gæti orðið á umferð í nágrenni vettvangs þar sem unnið er að frekari rannsókn málsins og eru vegfarendur beðnir að taka tillit til þess.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.