Innlent

Lögreglumaðurinn ekki við störf um þessar mundir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólíklegt er að dómur falli í málinu fyrr en langt verður liðið á næsta ár.
Ólíklegt er að dómur falli í málinu fyrr en langt verður liðið á næsta ár. Vísir/vilhelm
Tæplega þrítugur lögreglumaður sem ákærður hefur verið fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi er ekki við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stendur. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í samtali við Vísi.

Aðspurður hvenær sú ákvörðun var tekinn segist Gunnar Rúnar ekki hafa upplýsingar um það og ekki í aðstöðu til að nálgast þær að svo seint á föstudegi. Ákvörðunin að lögreglumaðurinn stígi til hliðar hafi verið tekin af yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Málið verður þingfest í byrjun desember og en málarekstur gæti dregist langt fram á næsta ár neiti hann sök við þingfestinguna.

Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári.

Í ákæru á hendur lögreglumanninum kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. 


Tengdar fréttir

Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás í starfi

Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×