Innlent

Lögreglumaðurinn ekki við störf um þessar mundir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólíklegt er að dómur falli í málinu fyrr en langt verður liðið á næsta ár.
Ólíklegt er að dómur falli í málinu fyrr en langt verður liðið á næsta ár. Vísir/vilhelm

Tæplega þrítugur lögreglumaður sem ákærður hefur verið fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi er ekki við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stendur. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í samtali við Vísi.

Aðspurður hvenær sú ákvörðun var tekinn segist Gunnar Rúnar ekki hafa upplýsingar um það og ekki í aðstöðu til að nálgast þær að svo seint á föstudegi. Ákvörðunin að lögreglumaðurinn stígi til hliðar hafi verið tekin af yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Málið verður þingfest í byrjun desember og en málarekstur gæti dregist langt fram á næsta ár neiti hann sök við þingfestinguna.

Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári.

Í ákæru á hendur lögreglumanninum kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.