Innlent

Landsmenn verði orðnir 434 þúsund 2068

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs.
Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. Mynd: Reykjavíkurborg
Ný mannfjöldaspá Hagstofunnar 2019-2068 gerir ráð fyrir að íbúar á Íslandi verði orðnir 434 þúsund í árslok 2068. Er þar um að ræða miðspá en samkvæmt háspá verða íbúar orðnir 506 þúsund. Lágspáin hljóðar hins vegar upp á 366 þúsund íbúa í lok spátímans.

Til samanburðar voru íbúar landsins 357 þúsund í byrjun þessa árs. Spá Hagstofunnar er gerð á grundvelli tölfræðilíkana fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni.

Miðspáin gerir ráð fyrir því að frá og með árinu 2055 verði dánir fleiri en fæddir. Þá mun meðalævi halda áfram að aukast. Stúlkur sem fæðast 2019 geta vænst þess að verða 84 ára gamlar en stúlkur fæddar 2068 gætu orðið 88,7 ára. Drengir fæddir 2019 geta vænst þess að verða 79,9 ára en þeir sem fæðast 2068 gætu orðið 84,4 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×