Lífið

K-poppstjarna fannst látin

Andri Eysteinsson skrifar
Hara varð 28 ára gömul
Hara varð 28 ára gömul Getty/Han Myung-gu
Suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra sem var á meðal meðlima K-Pop stúlknasveitarinnar Kara á árunum 2008-2016 er látin, 28 ára að aldri. BBC greinir frá.

Goo Ha-ra sem notaðist við listamannsnafnið Hara hafði einnig leikið í Suður-kóreskum sjónvarpsþáttum og hafði gefið út lög undir eigin nafni. Lögreglan í Gangnam segir að rannsókn standi enn yfir á málinu en Hara fannst látin á heimili sínu á sunnudagseftirmiðdegi.

Hara hafði glímt við erfiðleika bak við tjöldin undanfarið ár. Fyrrverandi kærasti Hara var dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar í ágúst síðastliðinn fyrir að hafa beitt Hara ofbeldi og gert tilraun til að kúga poppstjörnuna.

Þá er skammt liðið frá því að vinkona söngkonunnar, söngkonan Sulli, fannst látin á heimili sínu. Í frétt BBC segir að Hara hafi litið á Sulli sem systur sína.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.

Nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttir

K-popp­stjarnan Sulli fannst látin

Sulli var með rúmlega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og var áður liðsmaður K-poppsveitarinnar F(x) til ársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×