Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:45 Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira