Innlent

Sig­ríður Hall­dórs­dóttir nýr að­stoðar­maður um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sigríður tekur við starfi aðstoðarmanns 9. desember næstkomandi.
Sigríður tekur við starfi aðstoðarmanns 9. desember næstkomandi. umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Sigríður hefur síðastliðinn áratug starfað hjá RÚV og síðast vann hún við fréttaskýringaþáttinn Kveik. Einnig hefur hún verið umsjónarmaður í Landanum og hún samdi og sá um sjónvarpsþættina Ævi og Rætur.

Sigríður tekur við starfi Sigríðar Víðis Jónsdóttur sem hefur starfað sem aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra frá því í júní 2018. Sigríður Halldórsdóttir mun taka við störfum 9. desember næstkomandi.

Sigríður er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá IBEI, Institut Barcelona d‘Estudis Internationals, í Barcelona á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.