Innlent

Raggi Bjarna poppar listann enn upp

Jakob Bjarnar skrifar
Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall.
Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall. Skjáskot/Stöð 2
Samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefnd verður hinn vinsæli dægurlagasöngvari Ragnar Bjarnason, sem enginn þekkir undir öðru nafni en Raggi Bjarna, settur á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. Hann kemur inn í stað Atla Heimis Sveinssonar sem lést á árinu. Heiðurslaunþegar eru því eftir sem áður 25 talsins. Sá fjöldi er þakið lögum samkvæmt.

Í fyrra kom Bubbi Morthens nýr inná lista í stað ljóðskáldsins Þorsteins frá Hamri en samkvæmt þessu er listinn að poppast upp. Fyrir eru poppararnir Gunnar Þórðarson og Megas. Þannig má segja að hámenningin sé víkjandi í kolli nefndarmanna.

Í lögum um heiðurslaun listamanna segir að þau skuli vera þau hin sömu og starfslaun listamanna. Eftir að listamennirnir hafa náð sjötíu ára aldri verður upphæðin sem nemur 80 prósent starfslauna.

Þeir sem þiggja heiðurslaun listamanna eru eftirfarandi og í stafrófsröð:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×