Gert ráð fyrir ríflega 100 milljóna lakari afkomu en eftir aðra umræðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:38 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Fréttablaðið/Anton Nú stendur yfir á Alþingi þriðja umræða um fjárlög ársins 2019. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, gerði grein fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar við upphaf umræðunnar en þar segir að þær breytingatillögur sem komið hafa fram milli umræðna séu að mestu leyti tæknilegs eðlis. Tvær breytingatillögur séu þó gerðar sem hafa áhrif á afkomuna, samtals að fjárhæð 102,6 milljónir króna, sem leiða til lakari afkomu en miðað var við eftir aðra umræðu.Sjá einnig: Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Annars vegar er um að ræða aukin framlög vegna verðlagsbóta á viðbótarsamningi milli ríkis og kirkju upp á tæpar 83 milljónir. Hins vegar að veitt verði 20 milljón króna tímabundið framlag til stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, að því er segir í meirihlutaáliti fjárlaganefndar.Telur ekki þörf á hækkun til skattaeftirlits „Meirihlutinn vekur athygli á því að hann telur ekki þörf á að leggja til frekari hækkun á framlögum til þeirra aðila sem vinna við að tryggja virkt skatteftirlit að sinni. Í frumvarpinu er nú þegar gert ráð fyrir 200 milljón króna hækkun til embættis ríkisskattstjóra vegna aukins skatteftirlits sem útfært verður með því að styrkja bæði eftirlitssvið, greiningarteymi og tekjuskráningareftirlit hjá embættinu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Vísað er einnig til aðgerða sem stjórnvöld kynntu um miðjan nóvember sem snúi meðal annars að hertri löggjöf um skattundanskot og fjölgun upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var á Alþingi í gær sakaður um að brjóta lög um opinber fjármál með því að ætla að veita auknu fjármagni til eftirlitsstofnanna vegna Samherjamálsins. Það aukfjármagn muni koma úr sérstökum sjóðum en ekki í gegnum fjárlög.Sjá einnig: Bjarni rauk af þingfundi í fússiÍ nefndarálitinu segir einnig að árinu 2017 hafa framlög til ríkisskattstjóra verið aukin að raungildi um tæp 14%. „Að auki er vakin athygli á því að varasjóður málaflokksins hljóðar upp á 77,4 millj. kr. á næsta ári og er hægt að nota hann til þess að efla skatteftirlit enn meira ef þörf krefur. Þá skal þess getið að almennur varasjóður þessa árs hefur ekki verið fullnýttur enn sem komið er og því svigrúm til að bregðast við útgjaldatilefnum innan ársins í ár,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Nú stendur yfir á Alþingi þriðja umræða um fjárlög ársins 2019. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, gerði grein fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar við upphaf umræðunnar en þar segir að þær breytingatillögur sem komið hafa fram milli umræðna séu að mestu leyti tæknilegs eðlis. Tvær breytingatillögur séu þó gerðar sem hafa áhrif á afkomuna, samtals að fjárhæð 102,6 milljónir króna, sem leiða til lakari afkomu en miðað var við eftir aðra umræðu.Sjá einnig: Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Annars vegar er um að ræða aukin framlög vegna verðlagsbóta á viðbótarsamningi milli ríkis og kirkju upp á tæpar 83 milljónir. Hins vegar að veitt verði 20 milljón króna tímabundið framlag til stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, að því er segir í meirihlutaáliti fjárlaganefndar.Telur ekki þörf á hækkun til skattaeftirlits „Meirihlutinn vekur athygli á því að hann telur ekki þörf á að leggja til frekari hækkun á framlögum til þeirra aðila sem vinna við að tryggja virkt skatteftirlit að sinni. Í frumvarpinu er nú þegar gert ráð fyrir 200 milljón króna hækkun til embættis ríkisskattstjóra vegna aukins skatteftirlits sem útfært verður með því að styrkja bæði eftirlitssvið, greiningarteymi og tekjuskráningareftirlit hjá embættinu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Vísað er einnig til aðgerða sem stjórnvöld kynntu um miðjan nóvember sem snúi meðal annars að hertri löggjöf um skattundanskot og fjölgun upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var á Alþingi í gær sakaður um að brjóta lög um opinber fjármál með því að ætla að veita auknu fjármagni til eftirlitsstofnanna vegna Samherjamálsins. Það aukfjármagn muni koma úr sérstökum sjóðum en ekki í gegnum fjárlög.Sjá einnig: Bjarni rauk af þingfundi í fússiÍ nefndarálitinu segir einnig að árinu 2017 hafa framlög til ríkisskattstjóra verið aukin að raungildi um tæp 14%. „Að auki er vakin athygli á því að varasjóður málaflokksins hljóðar upp á 77,4 millj. kr. á næsta ári og er hægt að nota hann til þess að efla skatteftirlit enn meira ef þörf krefur. Þá skal þess getið að almennur varasjóður þessa árs hefur ekki verið fullnýttur enn sem komið er og því svigrúm til að bregðast við útgjaldatilefnum innan ársins í ár,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32
Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41
Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?