Innlent

Safna nöfnum eftir áramótin

Ari Brynjólfsson skrifar
Svæðið sem byggja á á er við hlið Elliðárdalsins
Svæðið sem byggja á á er við hlið Elliðárdalsins Vísir/Egill
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hyggjast bíða í nokkrar vikur með að tilkynna Reykjavíkurborg um undirskriftasöfnun gegn deiliskipulaginu við Stekkjarbakka, þar sem gróðurhvelfingar Aldin Biodome eiga að rísa. Samtökin vilja fá skipulagið í íbúakosningu.

„Við höfum fjórar vikur frá því að deiliskipulagið tók gildi til að tilkynna borginni um undirskriftasöfnunina,“ segir Halldór Frímannsson, lögfræðingur Hollvinasamtakanna. „Við viljum sleppa við að þurfa að standa í undirskriftasöfnun yfir hátíðirnar. Borgin er vís til þess að svara okkur strax þannig að við ætlum að bíða.“ Samtökin þurfa 18 þúsund nöfn fyrir íbúakosningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×