Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 13:25 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira