Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 09:15 Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust
Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30