Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 09:15 Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust
Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent