Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 19:45 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal. Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal.
Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira