Innlent

Lögreglan varar við ísingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Borgarstarfsmenn hafa unnið við að hálkuverja helstu leiðir frá því í nótt.
Borgarstarfsmenn hafa unnið við að hálkuverja helstu leiðir frá því í nótt. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar íbúa við því að víðast hver sé stórhættuleg ísing á vegum. Sérstaklega í íbúðagötum og á göngu- og hjólreiðastígum. Borgarstarfsmenn hafa unnið við að hálkuverja helstu leiðir frá því í nótt.

„Minnum svo ökumenn á að skafa vel af öllum rúðum ökutækja sinna. Munum einnig að huga að gangandi vegfarendum í svartasta skammdeginu. Svo má ekki gleyma að minnast á endurskinsmerki - þau auka öryggi gangandi og hjólandi til muna!“

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, dálítil slydduél eða él á vestanverðu landinu og á annesjum norðaustantil. Annars skýjað með köflum en léttskýjað suðaustanlands. Frost 0 til 9 stig, kaldast í innsveitum á Austurlandi, en frostlaust við vesturströndina yfir daginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.