Ungmenni mótmæltu svörtum föstudegi á Glerártorgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“ Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“
Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03