Ungmenni mótmæltu svörtum föstudegi á Glerártorgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“ Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“
Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03