Enski boltinn

Guardiola aldrei verið stoltari af sínu liði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guardiola gékk berserksgang á hliðarlínunni í dag.
Guardiola gékk berserksgang á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man City, fór á kostum í viðtölum eftir að hafa séð lið sitt kjöldregið af meistaraefnum Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola kveðst aldrei hafa verið stoltari af sínu liði en í dag.

„Í dag sýndum við afhverju við erum meistarar. Ég er svo stoltur af liðinu mínu. Ég hef aldrei verið stoltari. Við getum verið stoltir af því hvernig við spiluðum gegn sterkasta liði Evrópu,“ sagði Guardiola. 

Spánverjinn lét dómaratríóið heyra það í leikslok en þegar hann mætti í viðtöl sagðist hann ekkert hafa spáð í dómgæslunni. 

„Spyrjið dómarann, ekki spyrja mig. Spyrjið Mike Riley og mennina sem eru í VAR. Ég vil bara tala um frammistöðuna því hún var svo góð. Þetta var ein besta frammistaða okkar síðan ég tók við.“

„Það var engin kaldhæðni. Ég óskaði þeim bara til hamingju,“ sagði Guardiola um samskipti sín við dómaratríóið í leikslok.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×