Sjaldgæf játning í nauðgunarmáli færði honum mildari dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Hanna Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira