Tónlist

Faðir Kanye West með sjaldgæfa innkomu í nýjasta tónlistarmyndbandi rapparans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ray West og Kanye saman á skjánum.
Ray West og Kanye saman á skjánum.

Rapparinn Kanye West gaf út nýtt tónlistarmyndband við lagið Follow God nú fyrir helgi.

Lagið má finna á nýjustu plötu hans Jesus is King sem kom út á dögunum. Ray West, faðir Kanye, fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem tekið er upp við búgarð í Wyoming í Bandaríkjunum og rúnta þeir saman um svæðið á heljarinnar faratæki. Sá eldri hefur aldrei áður komið við sögu í myndböndum með Kanye.

Ray West og Donda West eignuðust Kanye West árið 1977 en Donda West lést árið 2007.

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.