Tónlist

Faðir Kanye West með sjaldgæfa innkomu í nýjasta tónlistarmyndbandi rapparans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ray West og Kanye saman á skjánum.
Ray West og Kanye saman á skjánum.
Rapparinn Kanye West gaf út nýtt tónlistarmyndband við lagið Follow God nú fyrir helgi.Lagið má finna á nýjustu plötu hans Jesus is King sem kom út á dögunum. Ray West, faðir Kanye, fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem tekið er upp við búgarð í Wyoming í Bandaríkjunum og rúnta þeir saman um svæðið á heljarinnar faratæki. Sá eldri hefur aldrei áður komið við sögu í myndböndum með Kanye.Ray West og Donda West eignuðust Kanye West árið 1977 en Donda West lést árið 2007.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.