Ný starfsstjórn tekin við á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:50 Anna Stefánsdóttir, Stefán Yngvason og Óskar Jón Helgason mynda nýja starfssstjórn Reykjalundar. Mynd/Stjórnarráðið Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður starfsstjórnarinnar en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að starfsstjórnin hafi fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS.. Í liðinni viku fór stjórn SÍBS þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að hún hlutaðist til um að koma á fót starfsstjórn á Reykjalundi í ljósi þess vanda sem stofnunin er í og fjallað hefur verið um undanfarnar vikur. Haft er eftir Svandísi í tilkynningu að það sé öllum ljóst að Reykjalundur gegni afar stóru og þýðingarmiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. „Þetta er lykilstofnun á sviði endurhæfingar þar sem býr mikill mannauður, þekking og djúp reynsla sem ekki má glatast. Með þetta í huga lagði ég áherslu á að finna fólk í starfsstjórnina sem nýtur traust innan og utan Reykjalundar og er fært um að stíga inn í aðstæður og skapa sátt og vinnufrið á Reykjalundi. Þetta tel ég mikilvægt fyrsta skref og er sannfærð um að vel hafi tekist.“ Eins og fram hefur komið hefur mikil ólga ríkt á Reykjalundi síðustu misseri, einkum eftir að fyrrverandi forstjóra Reykjalundar og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp af stjórn SÍBS. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís tilkynnti svo um uppsögn sína á föstudag og Ólafur sagði upp í gær. Þá hefur bróðurpartur lækna á Reykjalundi einnig sagt upp störfum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður starfsstjórnarinnar en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að starfsstjórnin hafi fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS.. Í liðinni viku fór stjórn SÍBS þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að hún hlutaðist til um að koma á fót starfsstjórn á Reykjalundi í ljósi þess vanda sem stofnunin er í og fjallað hefur verið um undanfarnar vikur. Haft er eftir Svandísi í tilkynningu að það sé öllum ljóst að Reykjalundur gegni afar stóru og þýðingarmiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. „Þetta er lykilstofnun á sviði endurhæfingar þar sem býr mikill mannauður, þekking og djúp reynsla sem ekki má glatast. Með þetta í huga lagði ég áherslu á að finna fólk í starfsstjórnina sem nýtur traust innan og utan Reykjalundar og er fært um að stíga inn í aðstæður og skapa sátt og vinnufrið á Reykjalundi. Þetta tel ég mikilvægt fyrsta skref og er sannfærð um að vel hafi tekist.“ Eins og fram hefur komið hefur mikil ólga ríkt á Reykjalundi síðustu misseri, einkum eftir að fyrrverandi forstjóra Reykjalundar og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp af stjórn SÍBS. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís tilkynnti svo um uppsögn sína á föstudag og Ólafur sagði upp í gær. Þá hefur bróðurpartur lækna á Reykjalundi einnig sagt upp störfum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira