Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. nóvember 2019 21:00 Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur. Samherjaskjölin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur.
Samherjaskjölin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira