Lífið

Fékk GDRN og fleiri til að útskýra Samherjamálið

Tinni Sveinsson skrifar
Samherjamálið er flókið.
Samherjamálið er flókið.
Í hverri viku útbýr Útvarp 101 fréttapakka sem birtur er hér á Vísi. Þessa vikuna er það Birna María sem leiðir okkur í gegnum nokkrar fréttir sem voru til umfjöllunar hjá útvarpsstöðinni.

Samherjamálið var vitanlega áberandi í vikunni. Þar sem málið er víðfemt og flókið fær Birna nokkra vini stöðvarinnar til að útskýra það fyrir sér. Lil Binni í hljómsveitinni ClubDub, Pétur Kiernan og söngkonan GDRN taka þetta að sér.

Þá er einnig farið yfir það þegar Drake var púaður niður af sviðinu um helgina, nýtt myndband Kanye West, brjóstalímband Kim Kardashian West, sigur Ragnheiðar Söru Sigmundardóttur á CrossFit Open og afmæli Skítamórals.

Hér að neðan má sjá 101 Fréttir.

Klippa: 101 Fréttir - Lil Binni: „Samherjamálið er stórt fíaskó“
 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×