Innlent

Allar tillögur minnihlutans felldar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Fjárlagafrumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar.
Fjárlagafrumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar. Fréttablaðið/Anton Brink

Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á Alþingi í gær. Mun frumvarpið aftur ganga til fjárlaganefndar fyrir þriðju umræðu sem samkvæmt starfs­áætlun þingsins verður 26. nóvember næstkomandi.

Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, lýsti við lok atkvæðagreiðslu um breytingartillögur yfir vonbrigðum með stjórnarmeirihlutann.

„Enn eitt árið hafa allar breytingartillögur stjórnarandstöðuflokkanna verið felldar. Ég furða mig á þessum vinnubrögðum,“ sagði Ágúst Ólafur.

Það væru ótrúlega sérkennileg vinnubrögð þar sem boðað hafi verið í stjórnarsáttmála að önnur vinnubrögð yrðu tekin upp á Alþingi. „Svo sjáum við bara gamaldags skotgrafahernaðarpólitíkina endurspeglast í afgreiðslu fjárlaga hér.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að með fjárlagafrumvarpinu væri verið að láta ríkisfjármálin vinna með peningastefnu og stefnu í vinnumarkaðsmálum.

„Á sama tíma og við erum að tryggja efnahagslegan stöðugleika erum við að tryggja félagslegan stöðugleika. Markmið sem við höfum oft talað um en ekki oft náð,“ sagði Katrín.


Tengdar fréttir

„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.