Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 18:25 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. Vísir/Vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðaleiganda Samherja, Þorstein Má Baldvinsson og settan forstjóra fyrirtækisins, Björgólf Jóhannsson hafa í frammi ýkjur þegar þeir fullyrða um áhrif kyrrsetningar eigna á fyrirtækið. Eftir að Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks sviptu hulunni af meintum brotum Samherja í Namibíu sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að það þyrfti að frysta eignir Samherja á meðan á rannsókn málsins stendur. Í gær stigu bæði Þorsteinn Már og Björgólfur fram og fullyrtu um þá skaðsemi sem Samherji myndi hljóta ef gripið yrði til heimilda um kyrrsetningu eigna. Í samtali við fréttastofu sagðist Þorsteini blöskra umræðan. Hátt í átta hundruð manns starfaði hjá Samherja sem væri ekki „sálarlaust fyrirtæki“. „Þegar fólk er farið að krefjast þess á þingi að kyrrsetja eignir félagsins þá þýðir það náttúrulega að það er verið að krefjast þess að fyrirtækið verði stoppað,“ sagði Þorsteinn Már. Björgólfur tók í sama streng og Þorsteinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær og sagði fólk þurfa að gæta orða sinna. „Frysting eigna hjá svona fyrirtæki þýðir bara eitt. Þeir sem fara fram á það átta sig á því,“ sagði Björgólfur.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í gær.Vísir/SigurjónKyrrsetning þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála Sveinn Andri segir að fullyrðingar stjórnenda Samherja séu hæpnar. Hann sé verjandi til margra áratuga og unnið með þessar heimildir um langt skeið fyrir umbjóðendur hans. Kyrrsetning sé þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála sem megi rekja aftur til ársins 1838. Heimildina er að finna í 88. grein laga um meðferð sakamála. Sveinn Andri segir að síðastliðin ár hafi þróunin verið sú að heimild til kyrrsetningar hefur rýmkast. „En það sem þetta snýst fyrst og fremst um og gæti verið heimfært mögulega upp á svona tilvik sem þarna eru til umfjöllunar tengist 69. grein hegningarlaga sem fjallar um heimildir fyrir dómara til þess að kveða á um upptöku ávinnings af brotastarfsemi og í 88. grein sakamálalaga er síðan úrræði fyrir ákæruvald og lögreglu til þess að kyrrsetja eignir, ætlaðra sakamanna til þess að tryggja það að þær verði til staðar þegar dómur er kveðinn upp og að það sé hægt að framfylgja þessu ákvæði hegningarlaganna um upptöku ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem útskýrir nánar. „Með þessu er þá verið að vísa til verðmæta sem verða til við afbrot og þetta hefur síðan í áranna rás verið víkkað dálítið út, þetta hugtak,“ segir Sveinn Andri og vísar til efnahagsbrota. „Í tilvikum þar sem er um mikil og stór efnahagsbrot að ræða þá eru heimildir að sjálfsögðu fyrir lögrelgu, telji hún ástæðu til þess að tryggja sína hagsmuni, að kyrrsetja einhverjar tilteknar eignir til að tryggja upptöku ætlaðs ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem bendir á að úrræðið hafi talvert verið notað í kjölfar bankahrunsins. En myndi slíkt úrræði þýða stöðvun á rekstri? Gjaldþrot og uppsagnir?„Nei, nei. Alls ekki. Þetta þarf ekki að vera að slíku umfangi að það stöðvi rekstur fyrirtækis. Þarna þarf að fara fram mat hjá lögrelgu og ákæruvaldi, hvað ætla megi að umfang brotastarfsemi sé og hvað ætla megi að afrakstur hennar sé mikill,“ segir Sveinn Andri. „Segjum að lögregla komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað tiltekið fyrirtæki, sem liggur undir grun um ólögmæta starfsemi, hafi hagnast um, segjum bara, milljarð á þeirri ólöglegu starfsemi. Það séu þá áform lögrelgu um upptöku eigna eða þess ávinnings sem nemur þeirri fjárhæð og þá myndi kyrrsetning alltaf verða á þeirri fjárhæð“. Samherji sé stórfyrirtæki og því ólíklegt að reksturinn myndi stöðvast. „Það get ég ekki ímyndað mér, það gengur ekki upp. Sérstaklega í tilfelli risafyrirtækis en vissulega getur þetta verið, ef fyrirtækið er lítið þar sem kannski er um umsvifamikla ólögmæta starfsemi að ræða þá gæti fræðilega séð kyrrsetning stöðvað starfsemina en ég gef mér það nú að hin ætlaða ólögmæta starfsemi sem þarna er verið að vísa til í umræðunni að hún sé nú það afmörkuð að það myndi ekki stöðva rekstur fyrirtæksisins, það eru nú dálítið miklar ýkjur.“ Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. 13. nóvember 2019 14:06 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðaleiganda Samherja, Þorstein Má Baldvinsson og settan forstjóra fyrirtækisins, Björgólf Jóhannsson hafa í frammi ýkjur þegar þeir fullyrða um áhrif kyrrsetningar eigna á fyrirtækið. Eftir að Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks sviptu hulunni af meintum brotum Samherja í Namibíu sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að það þyrfti að frysta eignir Samherja á meðan á rannsókn málsins stendur. Í gær stigu bæði Þorsteinn Már og Björgólfur fram og fullyrtu um þá skaðsemi sem Samherji myndi hljóta ef gripið yrði til heimilda um kyrrsetningu eigna. Í samtali við fréttastofu sagðist Þorsteini blöskra umræðan. Hátt í átta hundruð manns starfaði hjá Samherja sem væri ekki „sálarlaust fyrirtæki“. „Þegar fólk er farið að krefjast þess á þingi að kyrrsetja eignir félagsins þá þýðir það náttúrulega að það er verið að krefjast þess að fyrirtækið verði stoppað,“ sagði Þorsteinn Már. Björgólfur tók í sama streng og Þorsteinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær og sagði fólk þurfa að gæta orða sinna. „Frysting eigna hjá svona fyrirtæki þýðir bara eitt. Þeir sem fara fram á það átta sig á því,“ sagði Björgólfur.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í gær.Vísir/SigurjónKyrrsetning þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála Sveinn Andri segir að fullyrðingar stjórnenda Samherja séu hæpnar. Hann sé verjandi til margra áratuga og unnið með þessar heimildir um langt skeið fyrir umbjóðendur hans. Kyrrsetning sé þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála sem megi rekja aftur til ársins 1838. Heimildina er að finna í 88. grein laga um meðferð sakamála. Sveinn Andri segir að síðastliðin ár hafi þróunin verið sú að heimild til kyrrsetningar hefur rýmkast. „En það sem þetta snýst fyrst og fremst um og gæti verið heimfært mögulega upp á svona tilvik sem þarna eru til umfjöllunar tengist 69. grein hegningarlaga sem fjallar um heimildir fyrir dómara til þess að kveða á um upptöku ávinnings af brotastarfsemi og í 88. grein sakamálalaga er síðan úrræði fyrir ákæruvald og lögreglu til þess að kyrrsetja eignir, ætlaðra sakamanna til þess að tryggja það að þær verði til staðar þegar dómur er kveðinn upp og að það sé hægt að framfylgja þessu ákvæði hegningarlaganna um upptöku ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem útskýrir nánar. „Með þessu er þá verið að vísa til verðmæta sem verða til við afbrot og þetta hefur síðan í áranna rás verið víkkað dálítið út, þetta hugtak,“ segir Sveinn Andri og vísar til efnahagsbrota. „Í tilvikum þar sem er um mikil og stór efnahagsbrot að ræða þá eru heimildir að sjálfsögðu fyrir lögrelgu, telji hún ástæðu til þess að tryggja sína hagsmuni, að kyrrsetja einhverjar tilteknar eignir til að tryggja upptöku ætlaðs ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem bendir á að úrræðið hafi talvert verið notað í kjölfar bankahrunsins. En myndi slíkt úrræði þýða stöðvun á rekstri? Gjaldþrot og uppsagnir?„Nei, nei. Alls ekki. Þetta þarf ekki að vera að slíku umfangi að það stöðvi rekstur fyrirtækis. Þarna þarf að fara fram mat hjá lögrelgu og ákæruvaldi, hvað ætla megi að umfang brotastarfsemi sé og hvað ætla megi að afrakstur hennar sé mikill,“ segir Sveinn Andri. „Segjum að lögregla komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað tiltekið fyrirtæki, sem liggur undir grun um ólögmæta starfsemi, hafi hagnast um, segjum bara, milljarð á þeirri ólöglegu starfsemi. Það séu þá áform lögrelgu um upptöku eigna eða þess ávinnings sem nemur þeirri fjárhæð og þá myndi kyrrsetning alltaf verða á þeirri fjárhæð“. Samherji sé stórfyrirtæki og því ólíklegt að reksturinn myndi stöðvast. „Það get ég ekki ímyndað mér, það gengur ekki upp. Sérstaklega í tilfelli risafyrirtækis en vissulega getur þetta verið, ef fyrirtækið er lítið þar sem kannski er um umsvifamikla ólögmæta starfsemi að ræða þá gæti fræðilega séð kyrrsetning stöðvað starfsemina en ég gef mér það nú að hin ætlaða ólögmæta starfsemi sem þarna er verið að vísa til í umræðunni að hún sé nú það afmörkuð að það myndi ekki stöðva rekstur fyrirtæksisins, það eru nú dálítið miklar ýkjur.“
Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. 13. nóvember 2019 14:06 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. 13. nóvember 2019 14:06
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02