Innlent

Fluttu fimmtán hundruð rúmmetra af steypu í 190 ferðum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nokkrir steypubílar fluttu í gær um 1500 rúmmetra af steypu í tengslum við verkið.
Nokkrir steypubílar fluttu í gær um 1500 rúmmetra af steypu í tengslum við verkið. Stöð 2
Steypubílar voru áberandi í miðborginni í gær, enda unnið að því að steypa botnplötu nýrra höfuðstöðva Landsbankans að Austurbakka. Í plötuna fara um 1500 rúmmetrar af steypu, og til að flytja hana þurftu nokkrir steypubílar að fara 190 ferðir að grunninum.Stefnt er að því að opna nýjar höfuðstöðvar eftir þrjú til fjögur ár og nemur áætlaður kostnaður við verkið um 9 milljörðum króna. Vinnan stóð yfir til miðnættis í kvöld.Myndefni frá framkvæmdunum má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.