Innlent

Að hundelta ópið og dómsmálaráðherra í Víglínunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hún er yngst allra til að taka við ráðherraembætti eftir að Ísland náði fullu sjálfstæði árið 1944, nú dómsmálaráðherra. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur varaformann Sjálfstæðisflokksins í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau munu ræða samherjamálið, mál ríkislögreglustjóra, innflytjenda og flóttamanna og fleira.Johann Hari blaðamaður frá Bretlandi verður einnig í Víglínunni. Hari er höfundur bókarinnar „Að hundelta ópið" sem byggir á rannsóknum hans víðs vegar um heiminn á fíkninni, bannhyggjunni, refsingunum, mildinni og lögleiðingunni; ólíkum aðferðum ríkja til að nálgast fíknivandann. Áhrifarík bók sem vakið hefur heimsathygli.Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.