Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira