Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2019 10:54 Ragnar Jónsson, lögmaður og læknir, hefur kynnt sér málið á síðustu árum. Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum. Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum.
Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira