Innlent

Brunaði fram hjá lögreglubíl í vegkanti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls komu fimmtíu hraðabrot inn á borð lögreglu á Suðurlandi í síðustu viku.
Alls komu fimmtíu hraðabrot inn á borð lögreglu á Suðurlandi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Suðurlandi kærði í liðinni viku ökumann á Mýrdalssandi fyrir að aka of hratt miðað við aðstæður. Sá brunaði fram hjá lögreglubifreið þar sem hún stóð í vegkanti með forgangsljósin kveikt, eftir að lögreglumenn höfðu stöðvað rútu sem þar var á ferð.

Alls komu fimmtíu hraðabrot inn á borð lögreglu á Suðurlandi í síðustu viku, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Öll nema eitt voru á vegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst en einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 81 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi.

Þá var ökumaður á Mýrdalssandi stöðvaður á 150 kílómetra hraða og sætti viðurlögum í samræmi við það, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ellefu ökumenn voru svo kærðir fyrir að nota farsíma við akstur í liðinni viku. Einn þessara ökumanna var með tvö börn laus í bílnum og fékk sekt fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.