Lífið

Harry Styles lék óþolandi Íslending í SNL

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Harry Styles og Heidi Gardner í hlutverki Íslendinganna.
Harry Styles og Heidi Gardner í hlutverki Íslendinganna. Mynd/NBC
Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Harry Styles var í aðalhlutverki í Saturday Night Live grínþættinum í Bandaríkjanum um helgina. Þar brá hann sér meðal annars í hlutverk Íslendings sem sótti fæðingarnámskeið með kærustunni.Styles lék mann að nafni Magnús en leikkonan Heidi Gardner lék hina óléttu Dísu. Sóttu þau fyrrgreind námskeið með tveimur öðrum pörum sem taka misvel í nærveru „íslenska“ parsins á námskeiðinu.Monta þau sig meðal annars af því að þeim gangi ofsalega vel á meðgöngunni, að þau hafi atvinnu að því að þykjast syngja og að þau séu áhrifavaldar á Instagram. Þá ræða þau einnig um kynlífið á meðgöngunni, sem fór öfugt ofan í pörin á námskeiðinu.Sjá má brot úr atriðinu hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.