Frábærar viðtökur í Konzerthaus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 23:00 Víkingur Heiðar og Daníel Bjarnason þakka fyrir sig í Þýskalandi. Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag. Tónleikagestir fögnuðu ákaft og lék Víkingur Heiðar tvö aukalög og hljómsveitin eitt. Tónleikarnir voru hápunktur á Íslandshátíð sem haldin var þar og jafnframt lokatónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar um Þýskaland og Austurríki þar sem haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikaferðin er sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö íslensk tónverk eru í lykilhlutverki. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður í Konzerthaus, lék einleik í píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Processions. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Sinfóníuhljómsveitin lék einnig Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er á góðri leið með að verða eitt mest flutta íslenska hljómsveitarverk síðari áratuga og hefur meðal annars hljómað í Elbphilharmonie í Hamborg og Royal Festival Hall í Lundúnum. Píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions, var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 og í kjölfarið hefur konsertinn hljómað víða um heim og hlotið frábæra dóma Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar hófst með tónleikum í München áður en leikið var á þrennum tónleikum í Großes Festspielhaus í Salzburg. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tónlistargagnrýni Víkingur Heiðar Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag. Tónleikagestir fögnuðu ákaft og lék Víkingur Heiðar tvö aukalög og hljómsveitin eitt. Tónleikarnir voru hápunktur á Íslandshátíð sem haldin var þar og jafnframt lokatónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar um Þýskaland og Austurríki þar sem haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikaferðin er sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö íslensk tónverk eru í lykilhlutverki. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður í Konzerthaus, lék einleik í píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Processions. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Sinfóníuhljómsveitin lék einnig Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er á góðri leið með að verða eitt mest flutta íslenska hljómsveitarverk síðari áratuga og hefur meðal annars hljómað í Elbphilharmonie í Hamborg og Royal Festival Hall í Lundúnum. Píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions, var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 og í kjölfarið hefur konsertinn hljómað víða um heim og hlotið frábæra dóma Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar hófst með tónleikum í München áður en leikið var á þrennum tónleikum í Großes Festspielhaus í Salzburg.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tónlistargagnrýni Víkingur Heiðar Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira