Innlent

Karlar losni við karlmennskuna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Hvolsvelli.
Á Hvolsvelli. Fréttablaðið/Vilhelm

„Margir karlmenn og drengir glíma við óraunhæfar staðalmyndir karlmennskunnar sem krefur þá um tiltekna hegðun, viðhorf og útlit,“ segir í kynningu á fyrirlestri sem haldinn verður á fimmtudagskvöld í boði jafnréttisnefndar Rangárþings eystra.

„Afleiðingarnar eru vanlíðan, óhamingja, kynbundið námsval, starfsval, launamunur, ofbeldi og ójafnrétti sem bitnar á samfélaginu öllu, körlum og konum. Lausnin er meðal annars að hrista upp í og víkka út viðteknar karlmennskuhugmyndir. Þannig losna karlmenn, konur og samfélagið allt úr álögum karlmennskunnar,“ segir nánar um efni fyrirlestursins sem fluttur verður á Hvolsvelli af Þorsteini V. Einarssyni.

Aðalmarkmið fyrirlestursins er sagt vera að hrista upp í viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kynhlutverk og benda á endurteknar birtingarmyndir karlmennsku og staðalmyndir um kyn.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.