Á að vinna að útfærslu á sykurskatti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:36 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið
Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07