Enski boltinn

Liverpool spilar tvo leiki á tveimur dögum í tveimur heimsálfum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mané og félagar hafa nóg að gera í desember.
Mané og félagar hafa nóg að gera í desember. vísir/getty

Liverpool á tvo leiki á jafn mörgum dögum í tveimur mismunandi heimsálfum um miðjan desember.

Liverpool mætir Aston Villa í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins 17. desember. 

Degi síðar á Liverpool leik í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer fram í Katar.

Í yfirlýsingu frá Liverpool kemur fram að leikmannahópnum verði skipt upp í tvennt fyrir þessa tvo leiki.


Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf í skyn að liðið myndi draga sig úr keppni í deildabikarnum. Sú leið var hins vegar ekki farin og Liverpool spilar því tvo leiki á jafn mörgum dögum.

Liverpool mætir Genk í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.