Innlent

Ríkið sagt hafa hafnað kröfu Erlu Bolladóttur

Kjartan Kjartansson skrifar
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust.
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór

Kröfu Erlu Bolladóttur um bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins var hafnað af ríkislögmanni fyrir hönd ríkisins. Erla var eini sakborningurinn í málinu sem var synjað um að endurupptöku á dómnum sem hún hlaut.

Mbl.is segir að Erla hafi fengið bréf frá settum ríkislögmanni þessa efnis í gær. Réttarstaða Erlu hafi ekki breyst og þá telji ríkislögmaður að kröfur vegna meintrar ólögmætrar frelsisskerðingar séu fyrndar.

Lögmaður Erlu er sagður hafa birt ríkislögmanni stefnu í gær þar sem krafist var að úrskurður endurupptökunefndar á beiðni hennar um að endurupptöku yrði ógiltur.

Erla var dæmd fyrir meinsæri í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og var látin sæta einangrunarvist vegna rannsóknar þess.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.