Innlent

Undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst á næsta ári setja af stað undirbúningsvinnu vegna aðskilnaðar ríkis og kirkju. RÚV greinir frá.Í september var undirritaður samningur um fjárhagsleg málefni ríkisins og þjóðkirkjunnar sem felur í sér aukið fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar. Áslaug Arna segir samninginn hafa verið stórt skref í aðskilnaði ríkis og kirkju og að sú vinna sem fram undan er hafi aðskilnað að markmiði.Meirihluti þingflokkanna er hlynntur aðskilnaði og segir ráðherra aukna kröfu í íslensku samfélagi um sjálfstæði trú- og lífsskoðunarfélaga.Þingsályktunartillaga er nú til meðferðar á Alþingi um fullan aðskilnað ríkis og kirkju en dómsmálaráðherra hefur ekki viljað tjá sig um afstöðu sína til málsins.Líkt og greint var frá á fretta­bladid.is í vikunni kemur fram í umsögn biskups Íslands við tillögunni að biskup telji þjóðkirkjuna ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu vegna þess hve stór hluti af eignasafni kirkjunnar hafi verið afhentur ríkinu.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.