Innlent

Rökræða um stjórnarskrá

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012.
Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012. fréttablaðið/pjetur
Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina.

Rökræðukönnunin sem fram fer í Laugardalshöll mun taka fyrir nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Rætt verður um forsetaembættið, þjóðaratkvæðagreiðslur, breytingar á stjórnarskrá, skipan kjördæma, atkvæðavægi og fleira.

Framkvæmdin verður þannig að þátttakendum verður skipt í hópa og verða viðfangsefnin rædd út frá rökum með og á móti tillögum. Svo mun þátttakendum gefast tækifæri til að eiga samtal við sérfræðinga.

Í upphafi og við lok fundar verður gerð viðhorfskönnun og athugað hvort breytingar hafi orðið á viðhorfum fólks. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annast framkvæmd könnunarinnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.