Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna leka í línu­báti í Eyja­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Um klukkan átta voru fyrstu menn komnir að konunni.
Um klukkan átta voru fyrstu menn komnir að konunni. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. Tveir skipverjar eru um borð og er ekki talið að hætta steðji að þeim.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að nærliggjandi bátar hafi einnig verið kallaðir til og nýlega hafi einn af þeim komið að línubátnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru tveir björgunarbátar sendir á vettvang. Komu þeir að bátnum á tíunda tímanum og er línubáturinn kominn í tog. Verður hann dreginn til Siglufjarðar. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×